Fókus á fjölskyldur

í réttlátum umskiptum

Um verkefnið

Rannsóknarverkefnið Fókus á fjölskyldur í réttlátum umskiptum beinir athygli að hlutverki íslenskra fjölskyldna í loftslagsaðgerðum og sjálfbærni.

Með greiningu á menningarafurðum og þátttöku fjölskyldna víðs vegar af landinu gefur verkefnið nýja sýn á réttlæti, samfélag og umhverfi.

Samvinna fræða og samfélags

Verkefnið byggir brýr milli rannsakenda, fjölskyldna og stefnumótandi aðila með áherslu á samvinnu og gagnvirkt samtal.

Með því að tengja fræðilega greiningu við reynsluheim fjölskyldna um land allt skapast grunnur að réttlátari og raunhæfari stefnumótun

Tvær nálganir — ein heildarsýn

Verkefnið sameinar hugvísindi og menntavísindi til þess að rannsaka samspil fjölskyldna og umhverfis.

Greining íslenskra bókmennta og kvikmynda frá 1944 til dagsins í dag ásamt fjölskylduviðtölum og skapandi þátttöku barna gefur margþætta mynd af sjálfbærni og réttlæti í samtímanum.

Greining kvikmynda og bókmennta

Hugvísindaleg greining beinist að íslenskum kvikmyndum og bókmenntum frá lýðveldisstofnun 1944 og til dagsins í dag. Rannsakaðar eru birtingarmyndir fjölskyldunnar, náttúrunnar og sjálfbærni í menningarlegu samhengi. Markmiðið er að skilja hvernig hugmyndir um fjölskylduhlutverk og umhverfisvernd hafa þróast í samfélagslegri vitund og hvernig þær endurspeglast í listum og menningu.

Raddir fjölskyldna

Með þátttöku 50 barnafjölskyldna víðs vegar að af landinu er lögð áhersla á að fá fjölbreytta sýn á raunverulegt líf, gildi og viðhorf gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Viðtöl, skapandi skrif barna og fjölskylduljósmyndir eru notuð til að skapa rými fyrir rödd fjölskyldnanna sjálfra. Þannig fæst dýpri innsýn í hvernig réttlát umskipti eru skynjuð og upplifuð í daglegu lífi fólks með ólíkan bakgrunn og búsetu.

Þátttakendur

Erum við að
leita að þér?

Við leitum að fjölbreyttum fjölskyldum sem eiga eða búa með barni undir 18 ára aldri. 

Allar fjölskyldugerðir eru velkomnar — allar raddir skipta máli.

Fréttir

Kynningarviðburður fyrir fræðimenn og almenning í Sögu

Boðið var til opinnar kynningar á helstu áherslum rannsóknarverkefnisins Fókus á fjölskyldur í réttlátum umskiptum þann 9. október í nýuppgerðu húsnæði Sögu við Hagatorg. Farið

Opinn fundur með The Climate Crisis and Affect netverkinu

Í júní síðastliðnum hittu Utsa Mukherjee, Auður Magndís og Rannveig meðlimi í netverkinu Climate Crisis and Affect á opnum fundi. Fundurinn tengdi saman verkefnið Centring

Rannsaka hlutverk fjölskyldna í loftslagsaðgerðum

Fræðimenn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit og Brunel-háskóla í London hlutu á dögunum 50 milljóna króna styrk frá Bresku akademíunni til rannsókna

Tenglasafn

Brunel Háskóli í London

The British Academy

Rannsóknarsetur HÍ í Þingeyjarsveit

Menntavísindasvið Háskóla Íslands